Fjölmenni kynnti sér starf Oddfellowreglunnar á Íslandi í tilefni af 200 ára afmæli hennar um þarliðna helgi. Húsakynni Oddfellow á landsvísu voru þann dag í fyrsta sinn opin almenningi. Regludeildirnar í Hafnarfirði, sem eru sjö talsins og telja um 500 manns, tóku á móti gestum í bækistöðvum sínum við Staðarberg 2.
Af þessu stóra tilefni sameinuðust regludeildirnar, ásamt styrktar- og líkarsjóði Oddfellow, um að styrkja Heilsugæsluna í Firði, Heilsugæsluna á Sólvangi og Heilsugæsluna í Garðabæ um samtals 9 milljónir króna. Fulltrúar heisugæslanna veittu styrkjunum viðtöku og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri þakkaði Oddfellow fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.
Myndir OBÞ