Berserkjamót í axarkasti var haldið 12. maí sl. hjá Berserkjum við Hjallahraun 9. Öllum var velkomið að taka þátt. Þeir sem höfðu ekki kastað öxum áður og komast ekki á æfingakvöldin gátu fengið kennslu fyrr um daginn. 9 keppendur tóku þátt, meirihlutinn keppti líka á síðasta móti en það voru nokkrir nýir. Í fyrsta sæti var Matt Furtek, öðru sæti Unnar Karl Halldórsson og í því þriðja Ægir Kjartansson.
Myndir aðsendar.