Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag um banaslys sem varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun, þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Vesp­ur og létt bifhjól eru vin­sæll og þægilegur ferða­máti fyr­ir ungt fólk jafnt sem full­orðna. Það er leyfi­legt að aka þessum farartækjum á gang­stíg­um og hjóla­stíg­um en jafnframt nauð­syn­legt að ökumenn þekki vel þær umferðarreglur sem gilda og hugi vel að ör­yggi sínu og annarra veg­far­enda.

Vert er að taka fram að það er á ábyrgð for­eldra og forráðamanna að kenna ungmennum fram að 18 ára aldri þær um­ferð­ar­regl­ur sem gilda og hvernig skuli haga akstr­in­um. Mik­il um­ferð er oft á göngu­stíg­um, ekki síst nú þeg­ar sí­fellt fleiri ganga, hjóla og hlaupa í frí­tíma sín­um og einnig til og frá vinnu og skóla. Því er mik­il­vægt að sýna ýtr­ustu var­kárni og til­lits­semi.

Vespa. Mynd af vef Samgöngustofu.

Umferðareglur fyrir vespur og létt bifhjól eru eftirfarandi:

Ökumaður þarf að hafa náð 13 ára aldri.

Ökuréttinda er ekki krafist.

Hjólin eru skráningar- og skoðunarskyld, þ.e. við nýskráningu og eigendaskipti.

Skylt er að vera með hjálm.

Aka má á götum en mælt er með að aka á göngustígum, hjólastígum eða gangstétt og taka þar fullt tillit til annarra vegfaranda.

20 ára og eldri mega gefa far og verður hjólið þá að vera gert fyrir farþega.

Ekki má rjúfa innsigli svo hægt sé að keyra hraðar en 25 km/klst. Ef það er gert tilheyrir hjólið ekki lengur viðkomandi flokki og verður þá að taka próf og tryggja hjólið.

Ofangreindar upplýsingar fengust á síðum tryggingarfyrir tækja og Samgöngustofu. Nánari upplýsingar má einnig sjá hér í fræðslumyndbandi Samgöngustofu.


Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á vélknúin hlaupahjól en ávallt skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Auk þess eru rafhlaupahjólaleigur yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna. Athugið sérstaklega að börn og ungmenni undir 16 ára aldri eiga skv. lögum alltaf að nota hjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir noti hjálm á rafhlaupahjóli öryggisins vegna.




Forsíðumynd af vistgötunni Strandgötu, þar sem hámarkshraði er 10 km, hvort sem ekið er á gangstétt eða götu. /OBÞ