Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, þar sem m.a. Alzheimer samtökin og Parkinson samtökin munu vera með aðstöðu. Beiðni kom um sterka Suðurnesjamenn til að brjóta niður nokkra veggi og félagar úr Oddfellow-stúkunni Jóni forseta IOOF í Keflavík/Reykjanesbæ létu ekki segja sér það tvisvar og mættu kl. 9 í morgun.
Í haust samþykkti Oddfellowreglan á Íslandi að styrkja bæði samtökin um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og dvalarrými á hæðinni og síðan þá hafa framkvæmdir staðið yfir á 3. hæðinni, þó aðallega um helgar til að valda sem minnstu mögulegu raski á starfseminni í St. Jó.
Við myndasyrpu sem gefið var fúslegt til að birta nokkrar myndir úr, kemur fram í texta að bræðurnir hafi farið létt með að fella niður veggina. Það hafi einnig verið gefandi og gaman og góð tilfinning í svona félagsskap að láta gott af sér leiða. Þess má geta að stúkan Bjarni riddari hér í Hafnarfirði hefur einnig að undanförnu heldur betur látið til sín taka í sömu aðstöðu.








Myndir: Georg Arnar Þorsteinsson.