Arna Rún Skúladóttir og Birta Guðný Árnadóttir fóru ásamt Ungmennaráði ungmennahúsa SAMFÉS til Argentínu í lok febrúar. Þar tóku þær þátt ásamt fjórum öðrum Íslendingum í verkefni með 36 ungmennum frá fjórum löndum í Buenos Aires. Verkefnið ber yfirheitið „Protect the Nature save the Future” og er verkefni á vegum Erasmus+.
„Við byrjuðum í UUS eftir landsþing ungmennahúsa 2019 og erum því í ráðinu á vegum Hamarsins sem er búin að gefa okkur allskonar tækifæri eins og til dæmis að fara til Argentínu, en krakkar úr UUS fóru einning með okkur í annað verkefni í portúgal seinasta haust,“ segir Birta Guðný

Dagskráin var fjölbreytt, fræðandi og sýndi ýmsar hliðar á umhverfisvandamálum í heiminum.
Þátttakendur verkefnisins gerðu kynningar um stöðu umhverfismála í sínu landi. Haldin voru menningarkvöld þar sem þátttakendur kynntu menningu sinna landa með því að bjóða upp á nammi, kenna dansa og syngja. Farið var í hópferðir um Buenos Aires, höfuðborg Argentínu þar sem land og menning voru skoðuð, farið var í bátsferð í Tigre og litríka hverfið Camanito skoðað.
Greinin er aðsend og myndirnar líka.