Á Víðistaðatúni var sl. sunnudag opnaður nyrsti krikketvöllur heims. Í opnunarleiknum áttust við lið Íslands, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór fyrir, og lið sendiherra Bretlands á Íslandi sem skipað var þekktu bresku áhugaliði. Mótið var mjög fjölþjóðlegt og Katrín sló fyrsta settið undir afar vökulu auga viðstaddra.
Þá var Ragnar Kristinsson gerður að heiðursforseta Krikketsambands Íslands fyrir lífstíð fyrir að standa fyrir fyrsta krikketleik Íslands fyrir 20 árum, en hann var leikinn í Bretlandi. Breski sendiherrann var ekki viss hvort hvort að formaður Krikketsambandsins hefði munað eftir te og færði honum því pakka af bresku te, svona til öryggis. Síðan var þjóðsöngur Íslands sunginn.
Myndir og texti: Bergdís Norðdahl