„Við munum halda áfram að þjónusta Hafnfirðinga eins og við höfum gert í mörg ár,“ segir Vormur Þórðarson, nýr rekstraraðili hjólbarðaverkstæðisins Sólningar við Hjallahraun 4. Rekstur Sólningar ehf. hætti nýlega en Vormur, sem starfað hefur rekstarstjóri þar undanfarin ár, keypti reksturinn eftir áramótin.

„Við munum halda áfram að starfa undir merkjum Sólningar og bjóða áfram frábær merki á góðum verðum.Við erum með stóran hóp góðra viðskiptavina sem hafa haldið tryggð við fyrirtækið í mörg ár og munum halda áfram að þjónusta þá, sem og alla Hafnfirðinga með breiðu úrvali af dekkjum á góðu verði.“

Þaulvanir menn starfa hjá Vormi.

Sérpanta dekk

Sólning býður upp á gæðamerki, s.s. Hankook, Continental, Mastercraft og Nexen og fleiri merki sem Vormur segir að skipa megi í fremstu röð í prófunum. „Auk þess getum við sérpantað dekk ef við eigum þau ekki á lager.“ Einnig bjóðum við upp á smurþjónustu þar sem við leggjum áherslu á viðurkenndar gæðaolíur og síur. Með nútímavélum er alls ekki sama hvaða olía er notuð á bíla og nauðsynlegt að fylgja þeim stöðlum sem framleiðandi krefst. Með auknum mengunarreglugerðum er olía ekki lengur bara smurefni heldur er ýmsum efnum bætt í hana svo hún hreinsi vélina og skilji út öll úrgangsefni. Röng olía getur kostað mikinn viðgerðarkostnað síðar,“ segir Vormur.

 

Góður starfsandi hefur einnig góð áhrif á þjónustu.

Hjólastillingar og smáviðgerðir

Til viðbótar við það sem Vormur nefnir býður Sólning að auki upp á hjólastillingar og smáviðgerðir. „Gatnakerfið okkar hefur ekki farið vel með fjöðrun og hjólabúnað svo mikil þörf er á þjónustu af þessu tagi. Bíll sem t.d. lendir í holu getur valdið því að hjólabúnaður skekkist svo að bíllinn verður hættulegri í akstri, auk þess að slíta dekkjum mun fljótar sem þ.a.l. hefur meiri kostnað í för með sér.Einnig viljum við benda fólki á að athuga reglulega ástand hjólbarðanna, slit og loftþrýsting og getur fólk komið til okkar sér að kostnaðarlausu og við mælum loftið og könnum ástand dekkjanna. „Rangur loftþrýstingur veldur meiri eyðslu og styttir líftíma dekkjanna verulega. Einnig skiptum við um perur, rafgeyma og rúðuþurrkur og eigum flesta hluti á lager.

Allir fastráðnir starfsmenn eru Hafnfirðingar sem hafa unnið lengi hjá Sólningu og með mikla reynslu.

Allir fastráðnir starfsmenn eru Hafnfirðingar sem hafa unnið lengi hjá Sólningu og með mikla reynslu. „Við leggjum áherslu á að veita góðu þjónustu og vonum að sjá sem flesta. Gleðilegt sumar Hafnfirðingar!“ segir Vormur.

Þessi umfjöllun er kynning. Myndir/OBÞ