Í tilefni af Hönnunarmars 2020 heldur Textílfélagið sýningu í Hafnarborg, dagana 25.-29. mars, undir heitinu Nýju föt keisarans.
Tuttugu og fjórar félagskonur taka þátt í sýningunni í ár en á henni verður lögð áhersla á að tengja saman fornar og nýjar aðferðir og varðveita þannig menningararf þjóðarinnar, ásamt því að kanna í hvaða nýjar áttir textíliðnaðurinn getur farið. Samtal verður milli hönnuða og listamanna sem eru innan félagsins og verður áhersla lögð á rannsóknarvinnu sem og opið samtal um ferlisvinnuna sem liggur að baki verkunum.
Hafnarborg er opin milli kl 12:00-17:00 og er ókeypis aðgangur inn á safnið.
Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu og instagram reikning textílfélagis Icelandic textile association.
Verk sem verða m.a. á sýningunni:



