Eins og vegfarendur um Reykjanesbraut hafa orðið varir við undanfarnar vikur og mánuði standa framkvæmdir yfir vegna tvöföldunar brautarinnar. Hafnfirðingur var viðstaddur þegar brýrnar voru fluttar frá Straumsvík á föstudagskvöld og þegar þeim var komið fyrir á laugardag.

Frá flutningnum á föstudagskvöld.

Þegar ljósmyndara Hafnfirðings, Evu Ágústu Aradóttur, bar að garði á laugardag var verið að koma göngubrúm fyrir annars vegar við neðra Ásland sem tengir neðra Ásland við Hvammana en sú brú verður sett upp síðar á meðan seinni brúin var komið fyrir á sínum stað við Þorlákstún. Reykjanesbrautin var lokuð í báðar áttir og myndaðist mikil umferð um hjáleiðir á meðan framkvæmdum stóð en það tók um 4 tíma.

Brýrnar voru með stálbitum sem einungis voru settir upp fyrir flutninginn og þurfti því að skera þá af þegar komið var Reykjanesbrautina og tók því tíma að undirbúa flutninginn frá palli á stöpla eins og meðfylgjandi myndir sýna.