Í þessum öðrum jólahlaðvarpsþætti af fjórum segir dagskrárritstjóri Rásar 1 (og 2 þar til fyrir skömmu) og hinn nánast alvitri Hafnfirðingur, Jónatan Garðarsson, frá lífi, störfum, fjölbreyttu áhugasviði og nánast óbrigðulu minni sínu. Hann fékk tónlistarlegt uppeldi en ætlaði sér aldrei að fara í þann bransa því afi hans sagði að honum að því fylgdi svo mikil óregla. Jónatan stefndi reyndar alltaf á að læra sagnfræði en örlagadísirnar höguðu því þannig að hann var kallaður í hin og þessi störf, hlutverk og verkefni, mestmegnis tengd tónlist og fjölmiðlun, en einnig kennslu og formennsku. Sagnfræðingurinn innra með Jónatani er líklega rauði þráðurinn í þessu öllu og því sem hann fæst við enn í dag, en hann minnkaði starfshlutfall sitt hjá útvarpsstöðvum RÚV úr 250 prósentum í 150.

Jónatan inni á skrifstofu sinni á heimili sínu sem er einnig er sannkallað safn. Mynd/Rósa Sigurbergsdóttir
Frá fyrsta starfsdegi Rásar 2, 1. desember 1983. Eflaust kannast lesendur við mörg andlit þarna. Jónatan situr svartklæddur í fremstu röð, við hlið eiganda myndarinnar, Jóns Axels Ólafssonar.
Eins og fram kemur í viðtalinu samdi Jónatan nokkra texta við lög á þessari plötu og fleiri jólaplötur, þegar hann var útgáfustjóri hjá Steinum.
Þegar útgáfufyrirtækið Steinar hætti, hélt Jónatan áfram útgáfu tónlistar hjá Spori. Hér er hlekkur á Dagblaðið á Tímarit.is
Ásamt eiginkonu sinni og lífsförunaut til næstum 50 ára, Rósu Sigurbergsdóttur, í Innra Hvannagili í Njarðvík á Austfjörðum. Mynd í einkaeigu.
Jónatan íhugull í stofunni á heimili sínu með fallegt jólatréð í bakgrunni. Alltaf er nóg að gera hjá honum en hann veit hversu mikilvægt er að hugsa líka um heilsuna og kunna að slaka á. Mynd/Rósa Sigurbergsdóttir, sem einnig tók forsíðumyndina.