Í síðustu viku þegar blaðamaður Hafnfirðings, Bergdís Norðdahl, fjallaði um blandaða örgjörva og Apple M1, minntist hún lítillega á nýju Alder Lake örgjörvana frá Intel. Segja má að Alder Lake sé mesta bylting í einkatölvum síðan AMD kom út með Zen arkitektúrinn árið 2017 en þá tók góðan tíma fyrir stýrikerfi að læra á þá.
Nýungin við Zen arktitektúr AMD var að í staðinn fyrir að örgjörvinn væri allur gerður á einni og sömu flögunni, var þeim skipt í nokkrar flögur, ein stjórnflaga og síðan ein eða tvær kjarnaflögu eftir stærð. Kosturinn er að þær eru ódýrari í framleiðslu og hægt að nýta framleiðsluna betur. Auk þess sem stjórnflagan getur verið af annari gerð en kjarnaflögunar, sem allar eru af sömu gerð. Vandamálið við Zen er hinsvegar að kjörnunum er skipt í nokkra hópa á hverri flögu. Það leiddi til lengri samskiptavegalengda sem hafði neikvæð áhrif á afköst, sérstaklega ef kjarnar í mismunandi hópum og flögum voru að vinna saman. Með hugbúnaðar uppfærslum var hægt að lágmarka vandamálið og svo með nýjum kynslóðum Zen.
Í fréttatilkynningu sem Intel, stærsti örgjörvaframleiðandi í heimi, sendi frá sér á dögunum, voru kynntar þrjár gerðir af Alder Lake örgjörvum: 12600K og 12600KF sem notast við 6 stóra Golden Cove kjarna og 4 litla Gracemont kjarna, 12700K og 12700KF með 8 Golden Cove kjarna og 6 Gracemont kjarna og loksins flaggskipið 12900K og 12900KF með 8 Golden Cove og 8 Gracemont kjarna.

Ókosturinn við blandaða örgjörva er að stýrikerfið þarf að stjórna því hvora stærð af kjörnum forrit eru að nota og færa forritin á milli eftir þörfum. Ef það bregst getur hægst á forritum meðan aðrir kjarnar gera ekkert eða að forritin hætti að virka.

Meðan M1 tölvur Apple nota MacOS sem Apple býr til sjálft, þarf Intel að vinna vel með öðrum tæknirisa, Microsoft, sem býr til Windows stýrikerfið. Eins og oft er með nýja tækni hefur það gengið aðeins brösulega að þróa hugbúnað fyrir nýjan vélbúnað.
Áþreifanlegasta dæmið er að sumar afritunarvarnir hafa ekki gert ráð fyrir blönduðum örgjörvum og lesið einn örgjörva sem tvo mismunandi sem hefur orðið til þess að margir tölvuleikir hreinlega virka ekki á Alder Lake. En vonast er til að hugbúnaðaruppfærslur lagi það fljótlega.
Önnur ný tækni sem Alder Lake er fyrst á markað er DDR5 vinnsluminni. DDR4 stallinn hefur verið verið í notkun síðan 2014 en gera má ráð fyrir að DDR5 bjóði upp á mun meiri gagnahraða, meira magn og notist við lægri spennu en DDR4 en þó mun taka tíma fyrir framleiðendur að þróa framleiðsluna og því er munurinn núna aðeins um 20% prósent. Ekki er hægt að nota DDR5 minniskubba á DDR4 móðurborðum og öfugt, þó raufarnar séu að mestu leyti áþekkar.
Umsjón og forsíðumynd: Bergdís Norðdahl.