Einkarekni unglingaskólinn NÚ-Framsýn fagnaði því í liðinni viku að vera kominn í nýtt húsnæði við Reykjavíkurveg 50, þar sem Krónan var áður til húsa. Þetta er þriðji veturinn sem skólinn starfar en hann býður upp á nám í 8.-10. bekk. Mikla vinnu og mörg handtök þurfti til að standsetja nýja húsnæðið, sem endaði fokhelt áður en hægt var að gera það upp til notkunar.

Heilsustjórinn Kristján, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og guðmóðir skólans og Gísli Rúnar menntastjóri.
Fyrstu tvo veturna var NÚ-framsýn til húsa við Flatahraun en missti það húsnæði, sem þó hefur staðið autt síðan. Skólinn fékk þá inni í húsnæði Ástjarnarkirkju við Kirkjuvelli þar til nýja húsnæðið var tilbúið. Ýmsir tóku til máls við opnunina, m.a. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri, sem lýsti hinu mikla og flókna ferli frá því að skólinn fékk húsnæðið afhent. Í seinni hluta október var húsnæðið við Reykjavíkurveg alveg fokhelt eftir að allt hafði verið rutt þaðan út. Innan við þremur mánuðum síðar var búið að flota, mála og innrétta allt. Kristján þakkaði fjölmörgum fyrir að þessi draumur hafði orðið að veruleika. Margir lögðu hönd á plóg. Hann nefndi í því sambandi Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og kallaði hana guðmóður skólans því hún hafði verið mikilvægur hlekkur frá upphafi með því að greiða þeim leið og hafa trú á skólanum og ágæti hans. Fjöldi manns samgladdist eigendum og starfsfólki NÚ á þessum tímamótum, þrátt fyrir að stórleikur var í gangi á HM í handbolta á sama tíma.

Yngsta kynslóðin stillti sér upp fremst til að hlýða á ræður.

Sigríður Kristjánsdóttir tekur við lyklinun úr höndum Leifs Stefánssonar frá Festi sem á húsnæðið.

Húsnæðið og umhverfið er allt hið glæsilegasta og bjartasta.

Rósa vígir nýja borðtennisborðið, ásamt Hildi Bríeti Beits Gústavsdóttur, nemanda NÚ.

Óli Stef, kennari við NÚ og fyrrum landsliðsmaður í handbolta, var alveg pollrólegur þótt HM leikur væri í gangi.

Það var ein hyrningaþema hjá þessum. Ólafur Stefánsson og Helgi Rafn Guðmundsson starfsmenn og dóttir Helga.

Guðrún Björk Bjarnadóttir formaður foreldraráðs NÚ.

Guðmóðirin Rósa talar beint til fulltrúa skólans.

Skólastjórnendur og gestir.

Sara Dögg Svanhildardóttir formaður SSSK, samtök sjálfsstæðra skóla.

Helga Lind Hjartardóttir námsráðgjafi mætti með dóttur sína.

Guðrún Björk Bjarnadóttir og Bjarni Sigurður Ásgeirsson.

Nægt skápapláss í anddyrinu.

Þessir ungu menn taka kannski við skólanum í framtíðinni?

Dýnur og baklausir stólar eru áhersla hjá NÚ.

Skólastofa.

Ein af skólastofunum.

Nýja borðtennisborðið sem var meðal gjafa til skólans, frá foreldraráði NÚ.

Að sjálfsögðu voru veitingar í hollasta kantinum.
Forsíðumynd: Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri NÚ, Sigríður Kristjánsdóttir rekstrarstjóri og Kristján Ómar Björnsson heilsustjóri.
Myndir: OBÞ