Dansíþróttasamband Íslands hefur valið Nicoló Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar dansíþróttapar ársins 2020. Þetta var tilkynnt í dag. Þrátt fyrir covid ástand náðu þau að verða bikarmeistarar í Standard dönsum, undanúrslitum á Evrópumeistaramóti í 10 dönsum og 3. sæti á Íslandsmeistartitli fullorðinna í Latin dönsum.
Nicoló og Sara Rós hafa dansað saman frá því í janúar árið 2016. Þau eru búsett í Aarhus í Danmörku þar sem þau stunda þjálfun og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar. Þau keppa fyrir Íslands hönd og Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar.
Árið 2020 var sérstakt ár vegna COVID-19 og féllu nánast allar keppnir niður í heiminum. Þau náðu þó að næla sér í bikarmeistaratitil í Standard dönsum á Íslandi áður en mótum var aflýst. Einnig náðu þau 3. sæti fullorðinna á Íslandsmeistaramótinu í Latin dönsum. Þau voru svo heppin að ná að halda áfram æfingum allt árið þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þá komust þau í undanúrslit í Evrópumeistaramóti 10 dansa – undanúrslit, 11. sæti, WDSF.
Öllum stórmótum var aflýst á árinu, fyrir utan Evrópumeistaramótið í 10 dönsum WDSF. Það var haldið í Aarhus í Danmörku í september sl.. Nicoló og Sara komust í undanúrslit og enduðu í 11. sæti. Ekki var keppt um Íslandsmeistaratitil í þeirra aðal greinum, standard og 10 x dönsum vegna Covid19.
Nicoló og Sara Rós náðu að keppa í nokkrum litlum keppnum í Danmörku þar sem að þau eru búsett. Það gerðu þau til að halda áfram að vinna að markmiðum sínum og ná framförum.
Mynd/aðsend