Stórt skref hefur var stigið í afléttingu samkomutakmarkana á miðnætti og neyðarstigi hefur verið aflétt. Nú mega 200 koma saman en ekki 50 eins og hefur verið í gildi að undanförnu.

Fólki gefst nú kostur á að fara aftur í líkamsræktarstöðvar og á skemmtistaði og tveggja metra reglan orðin valkvæð. Síðasti upplýsingafundur almannavarna, í bili, verður í dag.