17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, fór fram í hinu mesta blíðskaparveðri í manna minnum. Eins og aðrir landsmenn héldu Hafnfirðingar upp á 75. afmælisdag lýðveldsins og var ýmsu til tjaldað. „Elstu menn“ sem Fjarðarpósturinn ræddi við á förnum vegi mundu ekki aðra eins mannmergð í miðbænum. Einnig var mjög áberandi hversu margir gestir frá nágrannasveitarfélögum og erlendis frá nutu hátíðarhaldanna með bæjarbúum. Meðfylgjandi myndir tóku Bergdís Norðdahl (fyrri hlutann) og Olga Björt (þann seinni).