17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, fór fram í hinu mesta blíðskaparveðri í manna minnum. Eins og aðrir landsmenn héldu Hafnfirðingar upp á 75. afmælisdag lýðveldsins og var ýmsu til tjaldað. „Elstu menn“ sem Fjarðarpósturinn ræddi við á förnum vegi mundu ekki aðra eins mannmergð í miðbænum. Einnig var mjög áberandi hversu margir gestir frá nágrannasveitarfélögum og erlendis frá nutu hátíðarhaldanna með bæjarbúum. Meðfylgjandi myndir tóku Bergdís Norðdahl (fyrri hlutann) og Olga Björt (þann seinni).
Myndaveisla frá 17. júní í Hafnarfirði
