Samstöðutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) voru haldnir í Bæjarbíói í gær, 1. maí. Þetta er þriðja árið í röð sem haldið er upp á 1. maí í Bæjarbíói og var fjölmenni, eins og vænta mátti. 

Fram komu þrjú af stóru nöfnunum í íslenskri tónlist í dag, Mugison, JóiP og Króli og GDRN. Verkalýðsfélögin buðu til tónleikanna og einnig var boðið upp á léttar veitingar, gosdrykki, kaffi og sælgæti.

Ljósmyndari Fjarðarpóstsins, Bergdís Norðdahl tók meðfylgjandi myndir. 

Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsvélagsins Hlífar, ávarpar viðstadda.

Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. 

Tónlistarkonan GDRN.