Undanfarin ár hefur Leikfélag Flensborgar staðið fyrir uppsetningum á glæsilegum söngleikjum og er engin undantekning á því í ár. Sýningin Mamma Mía er byggð á samnefndri kvikmynd og að sögn talsmanns leikfélagsins vonast þau til að geta hafið sýningar að nýju eftir að samkomubanni lýkur.

Leikstjóri og handritshöfundur er Júlíana Sara Gunnarsdóttir, söng-og tónlistarstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir, danshöfundur er Sara Dís Gunnarsdóttir og öll uppsetning er í höndum leikfélagsins. Í nefnd leikfélagsins eru Vala Dagsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Tristan Flóki Arnarsson, Aldís Ósk Davíðsdóttir, Stefanía Arna Víkingsdóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Guðmundsdóttir.

Eva Ágústa Aradóttir, ljósmyndari Hafnfirðings, skellti sér á frumsýninguna 8. mars og tók meðfylgjandi myndir. 

Hér er hópurinn í skjáskoti sem leikfélagið sendi Hafnfirðingi.