Handbolti er líklega sú íþrótt sem Hafnarfjörður er þekktastur fyrir. Nú stendur yfir einvígi Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla en liðin leika hreinan úrslitaleik um sæti í sjálfri úrslitarimmunni nk. laugardag að Ásvöllum. Áslandsskóli leikur stórt hlutverk í þessu einvígi, eins og skólastjórinn Leifur Garðarsson benti nýverið á með færslu á Twitter.

Þar telur Leifur upp allar þær tengingar sem leikmenn liðanna eiga við Áslandsskóla og það verður að viðurkennast að það er með ólíkindum hversu margir þeirra tengjast skólanum.

Hér eru færslurnar frá stoltum skólastjóra:

Mynd: Leifur G./Twitter

Alls eru því sjö leikmenn liðanna sem tengjast skólanum hans Leifs og það má geta þess að í liði ÍBV eru einnig tveir leikmenn sem léku áður með Haukum, Björn Viðar Björnsson og Hákon Daði Styrmisson en þeir félagar náðu þó ekki að komast á hinn merkilega Áslandsskóla-lista!

Fjarðarpósturinn óskar Haukum góðs gengis í leiknum á laugardaginn og hvetur Hafnfirðinga til að mæta á völlinn. Leikurinn hefst klukkan 16:30 að Ásvöllum.

Mynd: Hafnarfjarðarbær