Fríkirkjan í Hafnarfirði var opnuð í nótt í kjölfar slyssins sem varð á Óseyrarbryggju í gærkvöldi. Prestar Fríkirkjunnar og Þjóðkirkjunnar (Hafnarfjarðarkirkju) stóðu að sameiginlegri bænastund, auk tónlistarstjóra Fríkirkjunnar og áfallateymi Rauða krossins. Sigurvin Lárus Jónsson var í hópi þeirra sem stóðu vaktina í nótt og við ræddum við hann.

„Við erum búnir að vera hérna í morgun, ég og Einar Eyjólfsson fríkirkjuprestur, og hingað hafa komið krakkar sem er brugðið skiljanlega og mikilvægt er að samfélagið standi saman,“ segir Sigurvin. Það reyndist ekki mikil þörf á sálgæslu í nótt, engu Sigurvin segir engu að síður mikilvægt að kirkjan sé opin teymi til staðar á stundum sem þessum.

Allir í sama liði

Í nótt ákváðu prestarnir í Fríkirkjunni, Ástjarnarkirkju og Hafnarfjarðarkirkju sameiginlega við að vera með sameiginlega samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag. Húsið opnar kl. 16 með samverustund og lýkur með bænastund kl. 17. Sigurvin, sem fyrir skömmu kom til starfa sem afleysingaprestur hjá Fríkirkjunni, segist upprifinn yfir því hversu mikill samhugur er í fólki hér í bænuum. „Hér er fólk sem lætur sig ekki bara kirkjuna heldur samfélagið allt varða. Hljómbotn og samfélag hér er bæði þéttriðið og náið. Það eru forréttindi að fá að komast inn hér og kynnast því. Svo þegar eitthvað svona dynur á, þá eru allir í sama liði.“

Mynd af Fríkirkjunni/OBÞ
Mynd af Sigurvin/af síðu Fríkirkjunnar