Sem barni í tónlistarskóla leiddist Guðrún Árnýju Karlsdóttur tónfræði hryllilega og kláraði engin stig, en hafði alltaf mikla söng- og píanóhæfileika. Þeir nýttust henni heldur betur vel þegar hún fékk inngöngu í Listaháskólann 21 árs, massaði þar tónfræðina og hefur síðan smám saman sankað að sér dýrmætri reynslu og fundið sinn sess sem vinsæl söngkona og píanóleikari í íslensku tónlistarlífi, þar sem henni finnst mesti drifkrafturinn að gera gagn.

Vinnudagarnir eru þéttir og mjög fjölbreyttir hjá viðmælanda okkar vegna síaukinna vinsælda en Guðrún Árný hefur með þroska lært að velja verkefnin eftir hjartanu og samferðafólkið líka. Hjartað hennar bókstaflega hennar datt úr takti í vor og hún fór í endurræsingu og hlaut góðan bata af því. Það getur sannarlega tekið á hjartað að hafa sterkar tilfinningar og ástríðu. Guðrún Árný hefur einnig kennt tónmennt í 13 ár þar sem henni er mikið í mun að hver og einn nemandi finni styrkleika sína. Við ræddum þetta og ótal margt fleira við þessa einstöku fagmanneskju.

Guðrún Árný ásamt fjölskyldu sinni á mynd sem fylgir þessu fallega jólalagi á Youtube síðunni hennar.
Þarna sló Guðrún Árný í fyrsta sinn í gegn, árið 1999 í Söngkeppni framhaldsskólanna.
Frá árlegum jólatónleikum Guðrúnar Árnýjar og Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju.
Guðrúnu Árnýju þótti rosalega vænt um þegar „bransinn“ mælti með henni sem Brekkusöngvara. Hún endaði á því að koma fram á stóra sviðinu þótt það væri í öðru hlutverki. Mynd/sjáskot af vef Fréttablaðsins.
Frá æfingur Kórsins – sem er hópur sem Guðrún Árný stofnaði fyrir nokkrum mánuðum og hittist fyrsta mánudag í hverjum mánuði í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Allir eru velkomnir sem hafa gaman af því að syngja.

Myndir af kóræfingu: Olga Björt.