Verkstæði MAX1|Vélaland í Hafnarfirði hefur nú verið starfandi í 10 ár. Þegar verkstæðið var fyrst opnað voru þar þrír starfsmenn en nú starfa þar 22. MAX1|Vélaland sér hæfir sig í bílaviðgerðum og hraðþjónustu fyrir flestallar tegundir bíla.

Húsnæði MAX1 / Vélalands.

Þrír þjónustufulltrúar sinna viðskiptavinum af alúð og þekkingu.

Fyritækið er með tvö vörumerki í Dalshrauni, þ.e.a.s. MAX1 sem er hraðþjónusta og Vélaland sem er þjónusta fyrir almennar viðgerðir fyrir flestar gerðir bifreiða. Hraðþjónustan saman stendur af hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu, bremsuþjónustu, svo sem bremsuklossa- og diska-, rafgeymaþjónustu, rúðuþurrkuþjónustu, peruþjónustu og demparaþjónustu.

Vélaland sinnir almennum viðgerðum, tímareimaskiptum og rúðuskiptum fyrir flestallar gerðir bíla og fyritækið hefur sérhæft sig í bílamerkjum Brimborgar; Ford, Volvo, Mözdu, Citroën og Peugeot og eru á staðnum viðurkenndir þjónustuaðilar Brimborgar. Sem þjónustuverkstæði fyrir vörumerki Brimborgar sinnir starfsfólkið þjónustuskoðunum, almennu viðhaldi og flestöllum ábyrgðarviðgerðum. „Við gerum verðtilboð í stærri viðgerðir,“ segir Jóhann Kári Enoksson, rekstrarstjóri MAX1 í Hafnafirði.

Unnið hörðum höndum við umfelgun.

 

Öll þjónustuaðstaða til fyrirmyndar.

Stækkun á hraðþjónustuhluta og starfsmannaaðstöðu og nýtt dekkjahótel

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á annað ár á MAX1 Hafnafirði sem nú er lokið og öll aðstaða orðin hin glæsilegasta. „Komið er dekkjahótel fyrir 650 viðskiptavini, eða 2.600 dekk, sem við höfðum ekki haft áður sem og nýtt verkstæðispláss sem sinnir dekkjaþjónustu, smurþjónustu, hemlaþjónustu, peruþjónustu og rafgeymaþjónustu. Einnig var allur búnaður fyrir dekkjaþjónustuna endurnýjaður. Ný dekkjalína er til staðar sem auðveldar til muna vinnu starfsmanna. Dekkin eru sett á þar til gerða syllu sem lyftir þeim sjálfvirkt upp á færibandið. Öll vinna fer fram í réttri vinnuhæð. Með nýjum dekkjalínum voru keyptar pallettur og á þeim er dekkjunum rúllað á milli starfstöðva og við það minnkar burður á dekkjum,“ segir Jóhann Kári. Þessu samfara var öll starfsmannaaðstaða endurnýjuð, þ.m.t búningsklefar fyrir bæði kynin og erum við nú í stakk búin að taka við nýjum bifvélavirkjum eða nemum af báðum kynjum.“

Dekkjahótelið er afar vinsæl og góð lausn fyrir marga.

Nokian verðlaunadekkin frá Finnlandi  fást hjá MAX1

Stór hluti af hraðþjónustu fyrirtækisins er þjónusta við dekk. „Við erum við gífurlega stoltir fulltrúar NOKIAN gæðadekkja frá Finnlandi. Nokian vetrardekk eru margverðlaunuð gæðadekk eins og kannanir og prófanir hafa sýnt fram á undanfarin ár. Þau eru fáanleg í mörgum gerðum sem henta vel á Íslandi og ekki skemmir fyrir gott vöruúrval og gott verð. Ekki má gleyma sumardekkjunum frá Nokian sem hafa skorað mjög vel í könnunum og er lögð sama áhersla á öryggi og gæði þar sem og gerðar prófanir. M.a. hvernig dekkin haga sér í bleytu. Fyrir sumarið koma á markað ný dekk sem heita Wetproof, sem eru sérhönnuð fyrir akstur í bleytu. Þau hafa frábært grip og ýta frá sér vatni sem safnast hefur fyrir á vegum,“ segir Jóhann Kári.

Nokian verðlaunadekkin.

Hann bætir við að áríðandi sé að velja gæðadekk undir bílinn því dekk séu mikilvæg öryggistæki.Það skiptir gríðarlega miklu máli að geta treyst eiginleikum dekkja í krefjandi aðstæðum. Á hverju ári fara tveir fulltrúar frá okkur til Finnlands til að heimsækja höfuðstöðvar Nokian þar sem vetrardekkin eru prófuð á 700 hektara fullkomnu prófunarsvæði þeirra í Ivalo í Finnlandi. Á svæðinu eru um 50 mismunandi brautir þar sem þeir prófa og sannreyna Nokian vetardekk á mismunandi undirlagi í afar erfiðum og krefjandi vetraraðstæðum. Nokian er leiðandi í visthæfni og notkun vistvænna efna við framleiðslu Nokian gæðadekkja.“

Lesið úr aksturstölvu bílsins.

Löng starfsreynsla og mikil fagþekking

Löng starfsreynsla og mikil fagþekking er á verkstæði MAX1|Vélalandi í Hafnafirði. Vel er passað upp á að starfsmenn fái viðeigandi þjálfun og endurmenntun í þeim verkum sem framkvæmd eru á verkstæðinu. Það er gaman að segja frá því að Jóhann Kári, rekstrarstjóri MAX1 í Hafnafirði, hefur starfað hjá fyrirtækinu í 23 ár.

Þór Steinar Guðlaugsson er alsæll með að starfa þarna.

Skemmtilegur vinnustaður

Þór Steinar Guðlaugsson hefur starfað hjá Max1|Vélalandi í fimm ár og lýkur námi í bifvélavirkjun í lok þessa árs.

„Það er góður mórall hér og vinnustaðurinn er skemmtilegur. Ég hef lengi verið mikill áhugamaður um Volvo og hér get ég unnið við þá tegund bíla. Námið er líka skemmtilegt og fjölbreytt og ég læri sífellt eitthvað nýtt. Ég vil verða menntaður bifvélavirki og geta sagt það stoltur.“

Myndir/OBÞ, nema myndin af verðlaunadekkinu,  hún er aðsend.