Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land sl. laugardag og var einnig mikið um dýrðir í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Um morguninn komu nemendur sem eru í forskóla 2 í hljóðfærakynningu og eftir það í skólastofurnar þar sem þeim gafst tækifæri á að prófa þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af nokkrum myndum. Það var mat ljósmyndara, sem sjálf lærði á klarinett sem barn, að kennarar sem kenna á hljóðfæri hafi einstaklega þægilega nærveru sem einkennist af þolinmæði, áhuga og alúð.
Myndir/OBÞ