Markús Pétursson hjá Siglingaklúbbnum Þyt miðlaði reynslu sinni af siglingum til nemenda 6. bekkjar grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendur frá Hraunvallaskóla voru í kynningu morguninn sem Hafnfirðingur átti leið hjá. Sjálfur býr Markús, ásamt fjölskyldu sinni, í skútu í höfninni.
Siglingaklúbburinn Þytur hefur í maí og fram í júní boðið nemendum 6. bekkja í grunnskólum Hafnarfjarðar upp á kynningu á róðrarbátum og kajökum í Flensborgarhöfn, rétt við bækistöðvar Þyts. Umhverfið þar hentar einstaklega vel fyrir slíkt og nemendur og kennarar eru ánægðir með framtakið. 6. bekkur Grímsey frá Hraunvallaskóla var meðal nemenda sem kynntu sér starfið, ásamt kennara sínum Anne Birgitte Johansen.
Myndir OBÞ












