Umhverfisvæni markaðurinn var í haldinn í fjórða sinn fyrir skömmu og í þetta sinn í Hafnarfirði, nánar tiltekið verslunarmiðstöðinni Firði. Margar af áhugaverðustu verslunum landsins með umhverfisvænar vörur voru á staðnum og dótahorn í boði fyrir krakkana. Fjarðarpósturinn kíkti við.
Þær verslanir og félagasamtök sem voru á markaðnum: Dóttir, Enjo á Íslandi, Ethic, Græn Viska, Hrísla, JóGu, Káti Fíllinn, Klaran.is, Mena, Mjallhvít, Modibodi, Reykjavík Tool Library, Rúnbrá, Samtök grænkera á Íslandi, Tropic.is og Vistvera. Þess má geta til gamans að hin systirin í fyrirtækinu Rúnbrá eignaðist barn þennan sama dag.