Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fékk í nóvember aldeilis rausnarlegar gjafir úr tveimur áttum. Annars vegar var um að ræða 1.2 milljóna króna gjöf frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, þar sem Fjarðarkaup gáfu 200.000. Hins vegar 450.000 sem söfnuðust þegar Litla Hönnunar Búðin og Litla Gallerý héldu söfnunaruppboð í haust. 50 ólík og falleg verk voru gefin í uppboðið og fór það fram úr björtustu vonum þerra sem að stóðu og vilja skila innilegu þakklæti til listafólksins. Verslunin og gallerýið bættu svo við 50 þúsund krónum, svo að heildarupphæðin varð hálf milljón.


