Snjórinn gladdi marga í dag og sérstaklega yngstu kynslóðir sem sáust hlaupa um fagnandi í snjógöllum, sum meira að segja með snjóþotur í brekkum hér og þar. Tíðin er nú einu sinni orðin þannig að við sem búum á Suðvesturhorninu megum þakka fyrir að það snjói öðru hverju á aðventunni. Það er ekki eins sjálfgefið og áður og snjórinn dvelur einnig skemur við. Það var því ekki annað hægt en að skjótast í Hellisgerði og upplifa ævintýraljómann sem fylgir snjónum þar í ljósadýrðinni. Það spári hægu veðri og frosti á morgun og hinn daginn svo að kvið njótum hans mögulega þá daga.

Olga Björt tók meðfylgjandi símamyndir um kvöldmatarleytið.