Litla Hönnunar Búðin var stofnuð haustið 2014 og bæjarbúar eru orðnir ansi kunnugir versluninni og Siggu Möggu sem rekur hana. Verslunin hefur verið við á tveimur stöðum við Strandgötuna frá upphafi og lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af hönnun og listmunum, gjafavöru og fallegum hlutum til að gleðja sjálfan sig og aðra.

Sigga Magga segir í samtali við Hafnfirðing að þótt rík áhersla sé á íslenska list og hönnun hafi einnig verið fluttar inn við vörur frá Evrópu, Bandaríkjunum, Lettlandi, Póllandi og meira að segja Tansaníu, s.s ljós, plaköt, skartgripir, keramik og ótal margt fleira. Þá eru seldar vörur eftir um 70 íslenska hönnuði í Litlu Hönnunar Búðinni.

„Mér þykir ofboðslega vænt um miðbæ Hafnarfjarðar og bæinn allan. Við höfum eftir fremsta megni tekið þátt og efnt til hinna ýmsu viðburða i miðbænum, hann er okkur afar kær. Inn af versluninni má finna falinn gimstein, Litla Gallerý, en þar var opnað fyrir skömmu 10. listverkasýningin. „Þessi sýning er þó öllu óvenjulegri en við má búast. Hún er samansafn verka sem listafólk hefur gefið fyrir uppboð sem fram fer 17. október. Allur ágóði uppboðsins rennur til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar. Viðburðurinn er að sjálfsögðu opinn öllum og passað verður upp á fjöldatakmarkanir og sóttvarnir.“

Einnig verður hægt að bjóða í verk með því að hafa samband við verslunina í skilaboðum á Facebook. „Hjálpumst að við að halda samfélaginu gangandi og verslum við uppáhalds verslanirnar okkar. Mikið úrval má sjá á www.litlahonnunarbudin.is og svo er alltaf hægt að senda okkur skilaboð á Facebook eða Instagram. Frí heimsending, hvert á land sem er,“ segir Sigga Magga.

Þessi umfjöllun er kynning.