Listdansskóli Hafnarfjarðar var stofnaður af Guðbjörgu Arnardóttur árið 1994 en þá voru aðeins 14 nemendur við skólann og og æfðu þau í íþróttahúsinu við Strandgötu. Skólinn er nú í glæsilegu nýju húsnæði við Helluhraun 16-18 en á þeim 25 árum sem skólinn hefur verið starfræktur hefur bæði nemendum og námskeiðum fjölgað mikið.
Skólinn býður upp á fjölbreytileg námskeið í ballett, djassdansi, nútímadansi, loftfimleikum, barnadansi og dansi fyrir fullorðna. Á hverju ári heldur skólinn glæsilega vorsýningu í Borgarleikhúsinu og í ár er ætlunin að sýna tímaflakk af fyrri sýningum skólans í tilefni af 25 ára afmælinu.
Síðan árið 2012 hafa nemendur skólans fengið að fara annað hvert ár í dansferð til London, þar sem þau fá að kynnast senunni úti, sækja danstíma hjá nýjum kennurum og fara í spennandi „workshops“.
24 stelpur fara í ferðina 10.-15. júní og eins og gengur og gerist, er ýmislegt gert til fjármagna herlegheitin. Happadrætti er alltaf vinsæl leið til að afla fjár og vinningarnir í happadrætti Listdansskólans eru ekki af verri endanum.
Vinningaskráin samanstendur af yfir 100 vinningum og miðinn kostar aðeins 2000 kr. Eingöngu er dregið úr seldum miðum en dregið verður 9.apríl. Stelpurnar eru þessa dagana að labba í hverfin í Hafnarfirði og við hvetjum alla Hafnfirðinga til að taka vel á móti þeim.
Einungis 1000 miðar eru í boði og hægt er að senda póst á netfangið: sbirgisd@hotmail.com. og athuga hvort einhverjir miðar séu eftir. Vinningaskráin verður birt á heimasíðu skólans og á netsíðum Fjarðarpóstsins.
Mynd: aðsend
.