„Það sem særir syrgjendur mest er að heyra ekki í neinum. Það þarf ekki að koma með ráðleggingar. Það er nóg að hlusta,“ segir Karólína Helga Símonardóttir, en hún varð ekkja aðeins 32 ára vorið 2017 þegar eiginmaður hennar og barnsfaðir var bráðkvaddur. Karólína er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar, regnhlífarsamtaka grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu, sem er með aðstöðu húsnæði St. Jósefsspítala við Suðurgötu. Í einlægu spjalli í liðnum Heillaráð í Plássinu gefur hún nokkur mikilvæg ráð m.a. til þeirra sem vilja sýna þeim sem ganga í gegnum missi ástvinar samkennd eða rétta hjálparhönd.

 

 

Daði heitinn og Karólína á góðri stundu fyrir nokkrum árum. Mynd í einaeigu.
Stóra, samsetta og samheldna fjölskyldan. Karólína Helga og Magnús ásamt börnum og hundi. Mynd í einkaeigu.
Forsíða heimasíðu Sorgarmiðstöðvar.
Frá opnun Sorgarmiðstöðvar fyrir 2 árum. Högni Egilsson í Hjaltalín (sem tók lagið við opnunina) og Ína Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum samtakanna. Mynd/OBÞ
Alma Möller landlæknir og Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður hennar, voru viðstödd viðburðinn.