Tölvuleikjaheimarnir eru orðnir afar raunverulegir og mikill mannlegur skilningur í uppbyggingu þeirra. Auðvelt er fyrir ungt fólk að sogast inn í þessi fylgsni gervihema. Kristján Ómar Björnsson, einn stofnenda grunnskólans NÚ, vill ná til þessara ungmenna því hann segir að samfélagsbreytingar sem eiga sér stað núna séu miklu hraðari en nokkurn tímann áður í mannkynssögunni. Fullorðna fólkið skortir oft skilning til að geta mótað það umhverfi sem best getur mætt þessum ungmennum, sem m.a. felst í að þau rækti með sér rauntímafærni og líkamlegt atgervi þannig að þeim líði vel og efli félagsleg tengsl. Bent var á Kristján Ómar sem m.a. góða fyrirmynd í því að ná vel til ungs fólks og sýna frumkvæði í óvenjubundnum, einstaklingsmiðuðum námsleiðum. Kristján Ómar er því Fyrirmyndin að þessu sinni.

 

Kristján Ómar ásamt móðurafa sínum, Kristjáni Hans Jónssyni, sem var stór fyrirmynd hans er varðar líkamlega styrktarþjálfun.
Önnur dýrmæt mynd af „öfgunum“. og nöfnunum. Mynd/aðsend
Kristján Ómar ásamt föður sínum, , móður sinni Sigríði Kristjánsdóttur og systur sinni Svövu. Mynd/aðsend.
Ein af fyrirmyndum og áhrifavöldum Kristjáns Ómars var Hafnfirðingurinn Hermann Fannar Valgarðsson, sem lést langt fyrir aldur fram fyrir 10 árum. Myndin er af LUV Facebook síðunni í minningu Hemma.
Eigendur og starfsfólk NÚ. Mynd/aðsend
Gísli Rúnar Guðmundsson skólastjóri, Sigríður Kristjánsdóttir rekstrarstjóri og Kristján Ómar heilsustjóri, þegar NÚ opnaði í núverandi húsnæði við Reykjavíkurveg 50, fyrir örfáum árum. Mynd/OBÞ
Kennslustofa í NÚ. Mynd/OBÞ
Nemendur í rafíþróttum í NÚ. Mynd/aðsend
Kennslustund í rafíþróttum. Mynd/aðsend.
Menntaði tónlistarmaðurinn með hluta af hljóðfærasafni sínu. Mynd/OBÞ
Nemendur skrifa allir dagbók í 180 daga þar sem áherslan er á jákvæðar staðhæfingar og mikilvægi eigin ábyrgðar og viðhorfs á eigin líðan. Mynd/OBÞ
Nærmynd af dæmigerðri dagbók. Mynd/OBÞ