Verslunarmiðstöðin Fjörður og nokkrar verslanir og veitingastaðir í miðbæ Hafnarfjarðar ætla að hafa lengur opið næsta föstudag, eða til kl. 21, og Lifandi laugardag daginn eftir. Þau bjóða upp á ýmsa afslætti, glaðninga og skemmtilega stemningu.

Ingó veðurguð verður meðal fjölmargra sem munu troða upp með atriði í Firði um helgina.

Það verða tax free dagar í verslunum í Firði, kynningar á fermingartertum, púttkeppni, tískusýning, Einar Mikael, Leikfélag Flensborgarskóla og margt fleira. Tilhlökkunin er mikil meðal eigenda fyrirtækjanna og langoftast eru þeir sjálfir við afgreiðsluborðin.  

Dalakofinn

Sjöfn Sæmundsdóttir rekur Dalakofann ásamt Guðrúnu systur sinni. Þar er afar vinsælt kósýhorn þar sem viðskiptavinir setjast gjarnan niður og fá sér hressingu áður en úrvalið er skoðað.

Nonni Gull

Nonni Gull hefur verið með sína verslun við Strandgötuna í 13 ár og verður með allt að 50% afslátt af völdum vörum og er með troðfulla búð af fallegri gjafavöru fyrir öll tækifæri.

Litla Hönnunar Búðin

Sigga Magga og Lára í Litlu Hönnunar Búðinni munu taka vel á móti gestum og gangandi og þar verða bæði tilboð og ávallt heitt á könnunni.

RIF restaurant

Ævar Olsen hjá RIF restaurant hefur slegið öll viðskiptamet frá opnun og ætlar að taka á móti 40 þúsundasta gestinum á föstudag.

Penninn Eymundsson

Anna Helga Guðmunsdóttir, fulltrúi Pennans Eymundssonar, segir að ávallt sé lifandi og notaleg stemning í versluninni og mikið úrval og margt að skoða.

KRYDD veitingahús

Hilmar Þór Harðarson á veitingastaðnum KRYDD býður upp á ‘sing-along’ með Guðrúnu Árnýju og happy hour frá k. 21-24, þar sem skærustu dægulagasöngvarar landsins troða upp og mynda ógleymanlega stemningu.

Lilja Boutique

Lilja Ingvarsdóttir í samnefndri verslun Lilju Boutique er ávallt með mikið úrval af kvenfatnaði á góðu verði, auk annarar skemmtilegrar gjafavöru.

Litla gæludýrabúðin

Kjartan Ólafsson í Litlu gæludýrabúðinni býður ekki aðeins upp á úrval af vörum fyrir dýr, heldur er einnig ljómandi aðstöðu til að gera þau hrein og fín.

Zkrem

Hulda Björk Sveinsdóttir í Zeta krem er með gæða-húðvörur á kostnaðarverði og ætlar að bjóða upp á glaðning með hverri keyptri vöru.

Myndir(nema frá Krydd)/OBÞ
Þessi umfjöllun er kynning.