Að kaupa eða selja fasteign er fyrir langflestum stór og mikilvæg ákvörðun. Fasteignasalinn Guðrún Þórhalla Helgadóttir hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaði og styrkleika sem í dag reynast henni vel í þeim mikilvægu áskorunum sem felast í starfinu. Guðrún er með notalega og trausta nærveru, les vel í væntingar fólks, sem skipta hana miklu máli.
Guðrún segir samskiptin við fólk í þessu ferli að kaupa eða selja húsnæði vera mest heillandi við starfið. Hún er löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur með meistarargráðu í mannauðsstjórnun, vinnur hjá fasteignasölunni RE/MAX Senter. „Það er alltaf stór ákvörðun fyrir fólk að fara út í fasteignaviðskipti. Ég hef lagt á það ríka áherslu að þar sem verið er að sýsla með eigur fólks þá ber að vanda vel til verka. Það fylgir því t.a.m. mikil gleði og ánægja að hjálpa fólki við að eignast sitt fyrsta heimili.“ Sjálf er Guðrún dóttir smiðs og næstelst í sínum systkinahópi. „Ég ólst upp í norðurbænum í Hafnarfirði. Pabbi rak byggingafyrirtæki í mörg ár og ég ólst upp í þeim bransa. Ég byrjaði mjög ung að naglhreinsa og skafa timbur síðan tók við að þrífa íbúðir og hjálpa til.“ Guðrún er gift Ágústi Sindra Karlssyni og eiga þau tvo stráka þá Alexander Frey og Anton Karl.
Fjölbreytt starfsreynsla
Guðrún á að baki fjölbreytta starfsreynslu, m.a. hjá flutningsmiðlun, í banka, Tryggingastofnun og hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Ég var orðin nokkuð gömul þegar ég fór og aflaði mér menntunar, tók stúdentspróf, lauk BS gráðu í viðskiptafræði og eftir það MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Guðrún opnaði fasteignasölu REMAX Fjörð ásamt öðrum árið 2013, þar sem hún sá um rekstur, bókhald og skjalagerð og kláraði svo löggildingu til fasteignasala í kjölfarið. Í dag starfa ég sem sjálfstæður löggiltur fasteignasali á RE/MAX Senter, ég hef mjög gaman að viðskiptum og þar með talið fasteignageiranum.“
Les vel í væntingar fólks
Spurð að lokum hvaða eiginleikar henni finnst skipta máli í þessu starfi segir Guðrún: „Allt það sem maður tengir úr fyrri reynslu, menntun og bakgrunnur reynist vel í þessu starfi, ég leiðbeini fólki í þessu ferli eins og ég sjálf myndi haga hlutunum það er mitt mottó. Maður er sinnar eigin gæfu smiður og ég hef fengið gott veganesti frá uppeldi mínu. Þakklát foreldrum mínum fyrir það og ég bý yfir sterku baklandi. Ég hef líka þrautseigju við að finna út úr hlutunum, dugnað, vinnusemi og er heilsuhraust. Ég tel mig lesa vel í væntingar fólks og er lausnamiðuð. Við klárum þetta saman segi ég oft við viðskiptavini mína!“ segir Guðrún að lokum og hlakkar til að heyra í þeim sem eru í fasteignahugleiðingum.
Mynd af Guðrúnu/aðsend.
Þessi umfjöllun er kynning.