Brautskráning stúdenta frá Flensborg fór fram í gær við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Vegna samkomutakmarkana fór athöfnin fram með takmörkunum og án forráðamanna nemenda, en var sýnd í beinni útsendingu á Facebook. 44 nemendur brautskráðust að þessu sinni, af fjórum brautum. Hæstu einkunn hlaut Kládía M. Kristjánsdóttir og tveir starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril; annar þeirra sjálfur skólameistarinn Magnús Þorkelsson. Þetta kemur fram á Facebook síðu skólans.

Glæsilegur útsrkriftarhópurinn setur upp húfurnar. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta- og hagfræði- og opinni braut. Níu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.
Hæstu einkunn hlaut Kládía M. Kristjánsdóttir en hún hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig hlaut hún styrk frá Rio Tinto og verðlaun fyrir myndlist og íslensku. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Á myndinni með henni er skólameistarinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir og Júlía Jörgensen aðstoðarskólameistari.
Tveir starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril við bæði kennslu og stjórnun en það voru þau Guðrún Hafdís Eiríksdóttir, stærðfræðikennari og Magnús Þorkelsson, skólameistari.

Forsíðumynd: skólameistarinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir faðmar Magnús Þorkelsson að sér.
Aðrar upplýsingar og fleiri myndir er að finna á Facebook síðu Flensborgarskóla. Hlekkurinn er hér.