Brautskráning stúdenta frá Flensborg fór fram í gær við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Vegna samkomutakmarkana fór athöfnin fram með takmörkunum og án forráðamanna nemenda, en var sýnd í beinni útsendingu á Facebook. 44 nemendur brautskráðust að þessu sinni, af fjórum brautum. Hæstu einkunn hlaut Kládía M. Kristjánsdóttir og tveir starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril; annar þeirra sjálfur skólameistarinn Magnús Þorkelsson. Þetta kemur fram á Facebook síðu skólans.



Forsíðumynd: skólameistarinn Erla Sigríður Ragnarsdóttir faðmar Magnús Þorkelsson að sér.