Kvennalið Bjarkar varð bikarmeistari í áhaldafimleikum á Bikarmóti Fimleikasambands Íslands í dag. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og unnu sannfærandi sigur á mótinu.

Hópurinn ásamt þjálfurum sínum, Hildi Ketilsdóttur og Rene Poutsma. Stúlkurnar heita Margrét Lea Kristinsdóttir, Birta Björg Alexandersdóttir, Guðný Björk Stefánsdóttir, Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir, Guðrún Edda Harðardóttir og Embla Guðmundsdóttir. Mynd/Björk