Veitingastaðurinn Krydd við Strandgötu 34 er eins árs um þessar mundir og verður að sjálfsögðu haldið veglega upp á þessi tímamót með ýmsum hætti. Frá opnun hefur Krydd slegið rækilega í gegn, fest sig í sessi og sankað að sér stórum hópi tryggra og ánægðra viðskiptavina. Eins og margir vita hlaut Krydd Hvatningaverðlaun MsH fyrr á árinu. Við spjölluðum við Hilmar Þór Harðarson, einn eigenda og yfirmatreiðslumann.

Veitingastaðurinn hefur vakið athygli fyrir fallega hönnun. Mynd/aðsend

Hanastél eru vinsæl á hamingjustundum. Mynd/aðsend.

Fyrsta flokks hamborgari. Mynd/aðsend.

Úrvals nautasteik. Mynd/aðsend.

Ilmandi girnilegir réttir, töfraðir fram af reynslu og fagmennsku. Mynd/aðsend.
Hilmar Þór segir eigendur Krydd vera afar ánægða og þakkláta fyrir viðtökurnar undanfarið ár og hafa tekið sérstaklega eftir því að viðskiptavinir eru bæði innanbæjarfólk og fólk víðar að á landinu. „Það hefur skapast skemmtileg menning hérna í þessu fallega Hafnarborgar-húsi og við höfum lagt okkur fram við að standa að fjölbreyttum viðburðum sem hafa vakið athygli, heppnast vel og verið vel sóttir. Einnig býður staðurinn upp á leikhús- eða tónleikamatseðil innan þægilegs tímaramma, enda eru Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið staðsett í göngufjarlægð frá veitingastaðnum.“

Beggi og Pacas á konukvöldi Krydds. Mynd/OBÞ

Frá hrekkjavökukvöldi. Gestir mættu í ýmsum búningum. Mynd/OBÞ
Ýmis tilboð og hamingjustundir
Í tilefni af afmælinu segir Hilmar Þór að muni verða ýmis tilboð, svo sem tveir fyrir einn af öllum ferðalögum á maseðlinum þriðjudaginn 13. og miðvikudaginn 14. maí. „Einnig verðum við með dúndurtilboð á drykkjum á þessum dögum. Þessar dagsetningar marka einnig sumaropnunina hjá okkur en við byrjum aftur að hafa opið á þriðjudagskvöldum frá og með 13. maí og út september. Ofan á allt vorum við að skipta um matseðil og alla daga frá 16-18 er hamingjustund hérna þar sem léttir drykkir og kokteilar fást á góðu verði. Það er því um að gera að kíkja á okkur á og prófa.“
Eigendur Krydd eru Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir, Jón Tryggvason, Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson.
Hér er hægt að finna Krydd á Facebook.

Ferskleiki í fyrirrúmi. Mynd/aðsend.

Ljúft og gott að gera vel við sig með fallegum dykkjum í miklu úrvali. Mynd/aðsend.
Þessi umfjöllum er kynning.