Snillingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 4. maí í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er fyrir yngstu badmintoniðkendurna í flokkunum U9 og U11. Tæplega 70 iðkendur frá fimm félögum tóku þátt.

Krakkarnir sýndu glæsileg tilþrif en mörg þeirra voru að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Að keppni lokinni fengu allir þátttakendur sumarglaðning sem var litríkur bolti til að nýta til útileikja í sumar.

Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar spiluðu allir í nýjum bolum sem keyptir voru með stuðningi frá hafnfirska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls. Á mótinu var einmitt skrifað undir samstarfssamning milli BH og Williams & Halls til tveggja ára um stuðning fyrirtækisins við barna- og unglingastarf félagsins.

Ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir tók þessar fallegu og skemmtilegu myndir.

Angela.

Birnir.

Bjarki.

Elín.

Embla.

Hilmar.

Kári.

Kolbrún.