Veðurstofa Íslands hefur nú breytt gulu viðvörunarstigi um allt land yfir í appelsínugult næstkomandi föstudag, en þá er spáð verulega djúpum lægðum. Á vefsíðu Veðurstofunnar er talað um vaxandi austanátt á Höfuðborgarsvæðinu, 15-23 m/s. Einnig geta verið hvassir sviftivindar í efribyggðum og við háar byggingar.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Veðrið eins og spáð er kl. 8 á föstudagsmorgun. Mynd/Veðurstofa Íslands.