Kjötkompaní og Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga hafa gert með sér viðskiptasamkomulag sem tryggir Kjötkompaníi nægt magn af íslensku lambakjöti.  Samningurinn gildir frá 1. september 2019 til 1. september 2020.  Samkomulagið tryggir að ekki verði skortur á íslenskum lambahryggjum í verslunum Kjötkompanís.

Kjötkompaní leggur áherslu á að þjóna sínum viðskiptavinum sem best og hafa ávallt á boðstólnum úrvals íslenskt lambakjöt í sínum glæsilegu kjötborðum. „Við hjá Kjötafurðastöð KS erum stolt af því að vera birgi Kjötkomanís þar sem að menn leggja metnað og fagmennsku í að halda úti glæsilegum kjötverslunum,“ segir Ágúst Andrésson KS. Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mikill áhugamaður um íslenskt lambakjöt og íslenskan landbúnað almennt, var viðstaddur og vottaði samninginn.

Á myndinni eru:
Ágúst Andrésson forstöðumaður kjötafurðasviðs KS, Björgvin Jón Bjarnason stjórnarformaður Kjötkompanís,  Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompanís, Guðni Ágústsson.
Myndina tók Brynjólfur Jónsson ljósmyndari