SORPA hefur tekið Kára vindflokkara tímabundið úr notkun vegna COVID-19 veirunnar. Þetta er gert í samráði við sóttvarnalækni og umhverfisstofnun til að draga úr smithættu. Fólk er beðið um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar á meðan.

Til þess að flokka plastið frá venjulegu heimilissorpi keypti Sorpa fyrir tveimur árum sérstakan vélbúnað sem hefur fengið nafnið Kári. Kári blæs á sorppokana og léttu pokarnir með plastinu skiljast þannig frá þyngri pokum. 

Heimili í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi nýta Kára. Íbúar í þessum sveitarfélögum eru því beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar þar til Kári verður tekinn aftur í notkun.

Mynd af plaststafla/SORPA