Með stærri jarðskjálftum sem mælst hafa á Reykjanesi reið yfir á öðrum tímanum í dag. Hann mældist 5,6 og upptökin voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra fyrir norðaustan Grindavík. Skjálftinn fannst mjög vel hér í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í Ólafsvík, Á Vestfjörðum og í Landeyjum.

Miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum var Hafnfirðingum mjög brugðið, sérstaklega vegna þess að skjálftinn stóð óvenju lengi yfir. Hlutir hrundu m.a. úr hillum og glamraði í glösum í íbúð á Völlunum.

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og stærsti mældist 3,5.

Mynd/af vef Veðurstofu Íslands