Sannkölluð jólastund var í dag í jólatrjáasölunni hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, í gamla Hvalshúsinu á gatnamótum Flatahrauns og Hafnarfjarðarvegar. Jólasveinn var á svæðinu og spjallaði við börnin og boðið var upp á kakó, kaffi og smákökur. Fjölskyldur mættu saman til að velja jólatré og styðja um leið við öflugt starf björgunarsveitarinnar. Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Hafnfirðings náði nokkrum fallegum andartökum.