Ljósin á Cuxhaven-trénu voru tendruð í gærmorgun morgun að viðstöddu fámenni vegna aðstæðna í samfélaginu. Hið geysivinsæla Jólaþorp Hafnarfjarðar opnar kl. 12 í dag, en verður opið frá 13-18 allar helgar fram að jólum.

Leikskólabörn og starfsfólk frá Hjalla voru viðstödd tendrunina ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Christian Stepper staðgengli sendiherra Þýskalands á Íslandi og Gísla Valdimarssyni formanni vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven. Jólaþorpið í Hafnarfirði hefur verið sett upp í 17. sinn og það nýtur síaukinna vinsælda meðal bæði heimafólks og gesta.

Meðfylgandi myndir tók Eva Ágústa Aradóttir