Rauði krossinn fjármagnar starf sitt á ýmsa vegu en ein af þeim leiðum er Jólakakósalan sem fer fram í Jólaþorpinu Thorsplani í Hafnafirði á aðventunni. Þar er boðið upp á heitt jólakakó gegn frjálsu framlagi til styrktar þeim verkefnum sem unnin eru hjá Rauða krossinum í Hafnafirði, Garðabæ og Kópavogi. Jólakakóið hefur verið haldið árlega í mörg ár og er partur af jólahefðinni hjá ófáum sjálfboðaliðum.
Hjá Rauða krossinum á Íslandi starfa um 3.000 sjálfboðaliðar og án þeirra væri íslenskt samfélag snauðara. Verkefni Rauða krossins eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg en öll hafa þau það markmið að stuðla að almannaheill.
Verkefni deildarinnar snúa flest að því að draga úr félagslegri einangrun í formi fjölbreyttra vinaverkefna. Hlutverk vinaverkefna er fyrst og fremst að veita félagsskap og hlýju. Auk þess býður deildin einstaklingum sem eru að losna úr afplánun upp á aðstoð og stuðning. Það hefur sýnt sig að stuðningur við einstaklinga sem eru að losna úr afplánun er gríðarlega mikilvægur til að þeim gangi vel að aðlagast samfélaginu á nýjan leik.
Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðunum sínum fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu samfélagsins og við þakka öllum hinum fyrir stuðning og samstarf á árinu.
Látið ekki jólakakóið framhjá ykkur fara!
Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Hér er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði:
Sjálfboðaliðar | Sjálfboðaliðinn | Rauði krossinn (raudikrossinn.is)
Hér eru frekari upplýsingar um Aðstoð eftir afplánun:
Aðstoð eftir afplánun | Rauði krossinn (raudikrossinn.is)
Hér er hægt að lesa meira um Vinanverkefnin:
Vinaverkefni | Heimsóknavinir | Rauði krossinn (raudikrossinn.is)