Mörgum varð hverft við þegar jörð skalf víða á SV-horninu um kl. 10:25. Skv. vefsíðu Veður.is var skjálftinn að stærðinni 5,1 og upptökin 5,4 km VSV Fagradalsfjalls á Reykjanesi. Samkvæmt viðbrögðum Facebook notenda fannst skjálftinn á Suðurnesjum og víða á Höfuðborgarsvæðinu.