Körfuknattleiksdeild Hauka og Israel Martin hafa komist að samkomulagi að Israel þjálfi liðið næstu þrjú árin. Israel þarf vart að kynna en hann hefur þjálfað lið Tindastóls undanfarin ár við góðan orðstír. Þetta kemur fram á vefsíðu Haukanna.
Eins og fram kemur á síðu Hauka fagna þeir Israels og binda vonir um að hann muni áfram halda þá braut sem forveri hans, Ívar Ásgrímsson, var á, að halda Haukum í fremstu röð í íslenskum körfubolta. Aðspurður sagðist Israel vera mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá eins stóru og flottu félagi og Haukar eru. Hann sé þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið er að gefa honum og er mjög spenntur fyrir næsta vetri. Hann segir að fjölskyldan njóti þess að búa á Íslandi og vilji hvergi annarsstaðar vera.
Mynd af síðu Haukanna.