Boðhlaupssveit FH í 4 x 200m. hlaupi kvenna setti glæsilegt Íslandsmet á bikarmóti Frjálsíþróttasambands Íslands sem haldið var í Kaplakrika. FH-ingar enduðu í öðru sæti í heildarkeppni mótsins eftir harða keppni við ÍR.
María Rún Gunnlaugsdóttir Dóróthea Jóhannesdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir skipuðu boðhlaupssveitina og nýja íslandsmetið er 1:38,29. Glæsilega gert, til hamingu stelpur!
FH sigraði alls í sex greinum á mótinu og fékk 108 stig í heildarkeppninni. Það dugði ekki til þar sem ÍR endaði með 112 stig og hreppti gullið. Breiðablik fékk 95 stig og bronsverðlaun.
Gullverðlaun FH á mótinu:
María Rún Gunnlaugsdóttir – Hástökk
María Rún Gunnlaugsdóttir – 60m grindarhlaup
Sveit FH-A – 4 x 200m boðhlaup kvenna
Þórdís Eva Steinsdóttir – Þrístökk
Kormákur Ari Hafliðason – 400m hlaup
Sveit FH-A – 4 x 200m boðhlaup karla.