Íslandsmeistaramót í 10 dönsum er haldið núna um helgina í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppni hófst klukkan 12:00 í dag og 11:00 á sunnudaginn. Aðgangseyrir er 2000 kr en frítt er inn fyrir eldri borgara og börn yngri en 10 ára. Tilvalin fjölskylduskemmtun. 

Meðal keppenda eru m.a. Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir sem voru að vinna danskeppni í Svíþjóð, Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir sem sigruðu í Essex, Englandi , Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir sem sigruðu bæði í Mílanó og í Boston, Bandaríkjunum ásamt Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir. Einnig koma til landsins Nicolò Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir sem unnu Snowball Classic í Vancover í Kanada í fyrra ásamt því að vera í verðlaunasætum víðsvegar um heiminn.

Myndir aðsendar.