Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins að Nauhólsvegi 50 við Reykjavíkurflugvöll. Félagið mun flytja starfsemi sína þaðan að Flugvöllum hér í bæ árið árið 2024 og stefnt er að því að byggja við núverandi húsnæði þar. Sameina á þannig starfsemi Icelandair í Reykjavík og Hafnarfirði á einum stað. Mbl.is greinir frá.
Icelandair mun leigja húsnæðið af Reitum til þriggja ára eða til loka árs 2023 og verður starfsemi félagsins enn í húsinu á því tímabili. Icelandair er þegar með hluta starfsemi sinnar á Flugvöllum. Í viðtali við mbl.is segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, m.a. að ótvíræður kostur verði að færa höfuðstöðvar félagsins nær Keflavíkurflugvelli. Sjá fréttina í heild hér.
Drónamynd af Flugvöllum/OBÞ