Icelanda­ir Group skrifaði í dag und­ir samn­ing við fast­eigna­fé­lagið Reiti um sölu á skrif­stofu­hús­næði fé­lags­ins að Nauhóls­vegi 50 við Reykja­vík­ur­flug­völl. Félagið mun flytja starfsemi sína þaðan að Flugvöllum hér í bæ árið árið 2024 og stefnt er að því að byggja við nú­ver­andi hús­næði þar. Sam­eina á þannig starf­semi Icelandair í Reykja­vík og Hafnar­f­irði á ein­um stað. Mbl.is greinir frá.

Icelanda­ir mun leigja hús­næðið af Reit­um til þriggja ára eða til loka árs 2023 og verður starf­semi fé­lags­ins enn í hús­inu á því tíma­bili. Icelandair er þegar með hluta starfsemi sinnar á Flug­völlum. Í viðtali við mbl.is segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, m.a. að ótvíræður kostur verði að færa höfuðstöðvar félagsins nær Keflavíkurflugvelli. Sjá fréttina í heild hér.

Drónamynd af Flugvöllum/OBÞ