Alex Freyr Gunnarsson og Ekaterina Bond, frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, náðu þeim glæsilega árangri að dansa í úrslit með 7 pörum og lentu í 6. sæti af 150 pörum í flokki fullorðinna á UK Open danskeppninni í Bournemouth í gærkvöldi.

UK Open er ein sterkasta keppni heims og er þetta því verulega góður árangur hjá þessu frábæra danspari sem dansar fyrir Ísland og Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar.

Myndir aðsendar.

Ekaterina og Ale Freyr í sveiflu.
Hópurinn í úrslitum.