Óskað er eftir tilnefningum um Hafnfirðing ársins 2021 í 5. sinn í ár. Núna er rétti tíminn að líta aðeins til baka yfir árið og hugsa til þeirra einstaklinga, félaga, samtaka eða hópa sem létu gott af sér leiða, hreyfðu við fólki, voru til fyrirmyndar eða hvað sem þið teljið mikilvægt til að standa undir því að vera Hafnfirðingur árins.

Tilnefningar skulu berast annað hvort í netfangið ritstjorn@hafnfirdingur.is eða í skilaboðahólf Facebook síðu Hafnfirðings, fyrir miðnætti á Þorláksmessu. Milli jóla og nýárs verður svo kosið um þau sem tilnefnd eru og hlaðvarpsviðtal við Hafnfirðing ársins verður birt fljótlega á nýju ári, ásamt myndum og öðru tengdu viðkomandi á vefsíðu Hafnfirðings.

Þau sem hingað til hafa verið kjörin eru:

2020: Hildur Guðnadóttir tónskáld

2019: Linda Hilmarsdóttir og Jón Þórðarson í HRESS

2018: Guðmundur Fylkisson lögregla

2017: Örvar Þór Guðmundsson stofnandi Samferða